Stjernesymbol i menu


Aðalverkefni Stofnunarinnar
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stofnunin (Instituttet) innir af hendi fjölmörg verkefni sem lúta að varðveislu og miðlun á Þriðja Testamenti Martinusar.

Hún er vinnustaður með hugsjónastarfsemi þar sem margir vinna í sjálfboðavinnu en nokkrir eru í launuðum störfum. Helstu verkefnin stofnunarinnar eru í stuttu máli eftirfarandi:

Útgáfustarfsemi og sala á bókum

Stofnunin er með sína eigin bókaútgáfu, sem gefur út bækur Martinusar á dönsku og nokkrum öðrum tungumálum (sjá bókalista). Einnig gerir hún samninga við útgáfufyrirtæki og bóksala í öðrum löndum. Eitt af verkefnum hennar er að ljúka við og gefa út handrit og táknmyndir sem Martinus náði ekki að klára.

Þá er einnig gefið út tímaritið Kosmos (Alheimurinn).

Bækurnar eru seldar í gegnum netverslun stofnunarinnar og einnig er bóksala á staðnum.

Þýðingar

Sífellt er verið að þýða texta Martinusar yfir á fjölda tungumála. Um það bil 50 manns hafa fram að þessu lagt hönd á plóginn við það mikilvæga starf að miðla verki Martinusar til annarra tungumálasvæða. Öllum sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum við þetta starf, er velkomið að hafa samband við stofnunina. Þýðingarvinna krefst bæði góðrar tungumála- og málfræði kunnáttu svo og góðrar þekkingar á innihaldinu í greiningum Martinusar.

Varðveisla og verndun

Stofnunin hefur það hlutverk að tryggja að innihaldið í textum Martinusar og útfærsla táknmyndanna breytist ekki við útgáfur, hvorki á frummálinu né á öðrum tungumálum (Sjá nánar um verndun ritverksins). Hin upprunalegu handrit og sögulegar útgáfur af bókunum eru varðveitt til komandi kynslóða, bæði í pappírsformi og í starfrænu formi (digital). Jafnframt er það tryggt að leiðréttingum og öðrum breytingum sem verða t.d. til við prófarkalestur þessa mikla verks sé haldið til haga.

 

 

 

 

 

 

Upplýsinga- og fræðslustarf

Innihald Þriðja Testamentisins á að verða sýnilegt og aðgengilegt fyrir alla, sem hafa þörf fyrir þekkingu af þessu tagi. Stofnunin (Instituttet) veitir upplýsingar um verkið m.a. hér á heimasíðunni. Þar að auki býður hún uppá umfangsmikið fyrirlestra- og námskeiðahald sem byggir á alheimsmynd Martinusar. Kennslan fer fram á hinu alþjóðlega Námssetri Martinusar (Martinus Center) í Klint (sjá kynningu) og einnig í húsi stofnunarinnar (Institutsins) í Kaupmannahöfn (þar aðallega fyrir þá sem geta nýtt sér fræðslu á skandínavískum tungumálum).

Upplýsinga- og fræðslustarf fer fram á ýmsum öðrum stöðum utan Stofnunar Martinusar (Martinus Institut). Þannig eru t.d. mörg upplýsinga- og fræðslusetur, hópar og einstaklingar víða um lönd sem leggja sitt af mörkum við það starf. 

 

 

 

 


Sjá kynningu (á ensku):

Bernskuheimili Martinusar
Minningarstofa Martinusar

 

 

 

 

 

Markmið heimslausnarinnar er, að fólk geti öðlast skilning á tilverunni og nýtt sér þá kennslu í lögmálum lífsins sem hér er að finna. Hugsa sér, hvaða þýðingu það hefði, ef í staðinn fyrir að ergja sig yfir því, sem hendir mann í lífinu, myndi maður nota orku sína til að reyna að skilja, af hverju viðkomandi atburður, er einmitt það eina rétta í núverandi aðstæðum, byggt á því sem áður hefur átt sér stað og með tilliti til þeirrar reynslu sem við búum þar af leiðandi að í framtíðinni.
(Livsmodet 2, birt í Kosmos nr. 4, 1969)

Sögulegar upplýsingar

Stofnunin varðveitir mikilvæg gögn um líf og starf Martinusar og um sögulega þróun ”málstaðarins” (”sagen”), sem var hans hlutlausa heiti yfir þá starfsemi, sem tengist verkum hans. Einn liður í þessu starfi er meðhöndlun fjölda hluta sem hann lét eftir sig svo sem bréf, myndir o.fl. , með það að markmiði að meira efni geti komið út í framtíðinni.

Einnig hefur Stofnunin umsjón með því að bernskuheimili Martinusar og íbúð hans á Stofnuninni verði varðveitt og geti verið til sýnis fyrir áhugafólk.

Fjárhagur og gjafir

Stór hluti af fjárhag Stofnunarinnar byggist á gjöfum og arfi. Stofnunin er mjög þakklát fyrir þann fjárhagslega stuðning, sem hún fær á hverju ári frá áhugafólki um fræði Martinusar í hinum ýmsu löndum. Stofnunin (Instituttet) hefur umsjón með gjöfunum sem ganga í sjóð sem er góðgerðarsjóður (almennyttig fond). Sjóðurinn heitir á dönsku "Fonden Martinus Åndsvidenskabelige Institut" og er notaður beint til að styðja starfsemi sem tengist verkum Martinusar. Hér getur þú lesið á ensku upplýsingar um fjármál stofnunarinnar, skipulag hennar, stjórnun o.fl.

Ef þú vilt láta fé af hendi rakna til starfseminnar á Stofnuninni, er hægt að gera það svona.

Kreditkort

Netbanki

Það er líka hægt að leggja gjafaupphæðina inn á bankareikning okkar hjá Danske Bank í Danmörku, sem hefur
skráningarnúmerið 3565,
reikningsnúmer:  0016913170.
IBAN: DK07 30000016913170
SWIFT BIC. DABADKKK

Samband við Stofnun Martinusar (Martinus Institut)

Á Stofnuninni er boðið uppá upplýsingar og þjónustu fyrir alla sem áhuga hafa á fræðunum.  Þar er spurningum svarað, bækur eru til sölu og þar eru pantanir í vefbóksölunni afgreiddar. Tekið er á móti skráningum á öll námskeið og einnig pöntunum á námsherbergjum og íbúðum í Námssetri Martinusar (Martinus Center) í Klint. Sjá hér hvernig þú færð samband við okkur.