Stjernesymbol i menu


Táknmyndirnar
 
Með táknmyndatækninni eru einstök atriði í hinum andlega eða alheimslega veruleika þannig gerð efnislega aðgengileg. Þeim er útbúið efnislegt gervi eða birting.
(Heimsmyndin Eilífa 1, grein. B3 (ísl. táknmyndir grein 3))

 

 

Sjá yfirlit á ensku yfir allar táknmyndirnar með tilheyrandi skýringum. Smelltu á táknmyndayfirlitið

Martinus tegner symbol
 

 

 

 

 

Táknmynd 16 Hin Lifandi Vera
Symbol 6. Det levende væsen 1

Martinus hefur teiknað fjölda táknmynda, sem eru mikilvægur liður í heildarlýsingu hans á heimsmyndinni eilífu. Með táknmyndunum vill Martinus auðvelda fólki að fá yfirsýn yfir þau lögmál sem gilda í lífinu og alheiminum.

Í bókunum Heimsmyndin Eilífa 1 – 4 eru birtar 44 táknmyndir með tilheyrandi skýringum, og þær eru mikilvægur viðauki við aðalritið Bók Lífsins. Martinus hafði gert fleiri táknmyndir, sem væntanlega verða gefnar út í enn nýju eintaki af Heimsmyndinni Eilífu.

Táknmyndirnar samanstanda af formum, litum og strikum, og tákna hver fyrir sig ákveðin svið í alheimsgreiningunum. Þannig hefur Martinus skapað efnislega útskýringarmynd af andlegum veruleika, sem annars er óaðgengilegur fyrir efnisleg skynfæri okkar. Þessi efnislega birting gerir það léttara að beita hugsun sinni á andleg fyrirbrigði og rannsaka þau á skipulagðan og markvissan hátt, eins og við erum vön að gera þegar málið snýst um efnislega hluti og fyrirbæri.

Það má líkja táknmyndunum við landakort. Þær sýna táknræna eftirmynd af andlegum og alheimslegum staðreyndum, á sama hátt og landakort sýnir táknræna eftirmynd af landfræðilegum staðreyndum.

Hér getur þú skoðað enska kynningu á táknmyndum Martinusar. Hverri táknmynd fylgir stutt skýring, en samt mælum við alltaf með því að lesa þær greinargóðu skýringar sem Martinus sjálfur hefur skrifað í Heimsmyndinni Eilífu.Táknmyndirnar fást líka sem veggspjöld til notkunar t.d. í námi og leshringjum. Þær er hægt að kaupa á Netbóksölu Stofnunarinnar og fást í 3 stærðum: B5 (18 x 25,8 cm), A3 (29,7 x 42 cm) og í plakatstærð (ca. 55 x 65. cm). Þær fást líka sem glærur (A4).