Stjernesymbol i menu


Ný heimsmynd
 

Persónulegt þjálfunarsvæði

Tillaga Martinusar um, hvernig við getum unnið að eigin þróun, er mjög einföld. Hann sýnir fram á, að hver og eitt okkar fái úthlutað sínu persónulega þjálfunarsvæði gegnum beina ræðu lífsins til okkar. Í hvert skipti sem við mætum andstreymi, stressi, sjúkdómum og öðrum þjáningum, eru það skilaboð um, að það sé eitthvað í háttarlagi okkar og framkomu, sem við þurfum að læra að breyta. En það krefst þess, að við hlustum – og að við sjálf notum viljastyrk til að skapa þær breytingar sem nauðsynlegar eru.

Að launum munum við upplifa, að ávinningur okkar verður meiri og meiri, þeim mun meira sem við verðum fær um að sýna öðrum lifandi verum umhyggjusemi, fyrirgefningu og kærleika.  Það sama gildir einnig gagnvart okkar eigin líkama, þar sem heilsusamlegur lífsmáti og glaðvær og jákvæður hugsunarháttur hefur mikið meiri áhrif en við að jafnaði gerum okkur í hugarlund.

Í grein í tímaritinu Kosmos nr. 3 frá 1933 bendir Martinus okkur á svið, þar sem við getum beitt viljastyrk okkar og þroskað þannig hugarfar okkar með góðum árangri:

  • Þurrkaðu hugtakið “óvinir” úr vitund þinni.

  • Verðu þig aldrei með að svara í sömu mynt, þegar þú mætir reiði, baktali eða öðrum slíkum óþægindum, sem er beint að þér.

  • Talaðu sjálfur aldrei illa um nokkurn eða nokkuð.

  • Vertu algjörlega sannur og heiðarlegur í öllum aðstæðum lífsins.

  • Láttu ekki gullhamra, hrós eða ámæli hafa áhrif á þig.

  • Taktu aldrei þátt í að drepa, særa eða limlesta.

  • Hafðu stöðugt í huga á hvern hátt þú getur þjónað meðbræðrum þínum best. Á þann hátt iðkar þú hið æðsta form af yoga eða þá fullkomnustu þjálfun þess hluta þróunarinnar  sem heyrir undir viljastyrk þinn og sem í samvinnu við aðrar hliðar lífsins forma eðli þitt og munu á endanum leiða til siðferðislegrar snilligáfu og umbreyta þér í fullkomna veru eða “guðlega manneskju”.

(Kosmos nr. 3, 1933)