Stjernesymbol i menu


Námskeið og fyrirlestrar
 

 

 

Hér getur þú lesið eða hlaðið niður námskeiðadagskrá frá Námssetri Martinusar (Martinus Center) á ensku.

Sem áhugamanneskja um alheimsfræði Martinusar, hefur þú möguleika á dýpka þína þekkingu og skilning á greiningum hans með því að taka þátt í námskeiðum og hlusta á fyrirlestra.

Á hveru sumri býður Stofnun Martinusar (Martinus Institut) upp á alþjóðlega námsdagskrá í Danmöku með fyrirlestrum, táknmyndaskýringum og leshringjum.
Námið fer fram í Námssetri Martinusar (Martinus Center) í Klint, sem er staðsett út við sjóinn í fallegu og friðsælu umhverfi nálægt bænum Nykøbing, Sjælland ca. 110 kilómetra frá Kaupmannahöfn. Námssetrið bíður uppá kennslu jafnt fyrir byrjendur sem reyndari nemendur og er á sama tíma friðsæl vin fyrir andlega leitandi fólk, sem hefur áhuga á að nema andleg fræði sem byggja á greiningum Martinusar.

Hér má sjá kynningu á Námssetri Martinusar (Martinus Center)

Kennslan byggir afdráttarlaust á þeirri lífsskoðun og heimsmynd, sem sett er fram í ritverkum Martinusar. Með því að taka þátt í kennslunni gefst að auki tækifæri til að hitta annað áhugafólk í því innblásna og kærleiksríka andrúmslofti, sem einkennir hina nýu mannúðlegu heimsmenningu.

Alþjóðleg námskeið eru haldin í tveimur síðustu vikum sumarnámskeiðanna, þ.e.a.s. oftast í enda júlí og í byrjun ágúst.  Haldin eru námskeið á dönsku, sænsku, ensku og þýsku og jafnvel einnig á öðrum tungumálum.

Hér má sjá nákvæma lýsingu á enskum fyrirlestrum og námskeiðum.

Þú getur líka lesið og hlaðið niður allri ensku námsdagskránni (20 síður)

Í fyrirlestrasalnum er útbúnaður til samtímatúlkunar og fyrir fólk með heyrnartæki. Í alþjóðavikunum er túlkað yfir á dönsku, sænsku, ensku, þýsku, hollensku og stundum fleiri tungumál, (þar á meðal íslensku).