Taktu það sem þú getur nýtt þér, og láttu restina eiga sig (Martinus).
|
Langar þig að vita meira um Alheimsfræði Martinusar (Martinus
Kosmologi)? Það er mikilvægt að hafa í huga, að fræði Martinusar standa öllum opin sem áhuga hafa, án þess að í því felist tenging við félagsskap af nokkru tagi. Hann notaði oft sjálfur orðatiltækið: ” Taktu það sem þú getur nýtt þér, og láttu restina eiga sig”. Sjálfsnám í fræðum Martinusar |
Fullan skilning á æðstu greiningum lífsins og þar með upplifun á æðsta sannleik
fær maður ekki einungis við að lesa greiningarnar. Hann fæst aðeins við að sína það í verki.
(Livets Bog (Bók Lífsins) 4, grein 1062)
|
Ef þú vilt byrja á tiltölulega auðveldri og aðgengilegri kynningu á efninu,
getur þú valið að lesa eina af smábókunum eða einhverja grein. Þar sem aðeins hluti af
verkinu er þýddur yfir á önnur tungumál getur þú íhugað, hvort þú viljir lesa ákveðnar bækur eða
greinar á ensku eða á öðrum tungumálum. Margir velja einfaldlega að byrja á 1. bindi af Livets Bog (Bók Lífsins), sem í sjálfu sér er inngangur að aðalritverki Martinusar. Fyrsti hluti bókarinnar ber yfirskriftina Formáli, og í honum lýsir Martinus í stuttu máli, tilgangi og sérkennum ritverksins og köllunar sinnar. Nokkrar bækur er hægt að lesa beint hérna á heimasíðunni. Ef þú ert myndrænn í hugsun, þá er rannsókn á táknmyndum Martinusar mjög góð aðferð til að fá innsýn í heimsmynd hans. Táknmyndirnar eru í bókunum Heimsmyndin Elífa 1 – 4 (1 og 2 er til á íslensku), en þær innihalda 44 táknmyndir með tilheyrandi skýringum. Sjá táknmyndirnar hérna á heimasíðunni. Ritverk Martinusar er umfangsmikið námsefni. Hann sagði sjálfur, að greiningarnar væru ekkert léttmeti til afþreyingar á kvöldstundum heldur ”vinnujarðvegur” sem krefðist einbeitingarhæfileika og opins huga. Með þetta í huga, er sjálfsnám árangursrík aðferð, sem margir hafa notað til að tileinka sér helstu vitneskju um heimsmynd Martinusar. |
|
Fyrirlestrar og námskeið Spurningar og umræður á netinu. Samband við Martinus Institut
|