Stjernesymbol i menu


Stofnun Martinusar (Martinus Institut)
 

 

 

Kærleikur, sem ekki er vísindi, er ekki kærleikur, á sama hátt eru vísindi, sem ekki eru kærleikur ekki nein fullkomin vísindi.
(Livets Bog (Bók Lífsins) 7, grein 2552)

Stofnun Martinusar (Martinus Institut) er góðgerðarstofnun (almennyttig institution), sem Martinus stofnsetti með það að markmiði að deila með umheiminum höfundarverki sínu um andleg vísindi. Hann hefur falið stofnuninni alla ábyrgð og réttindi á heildarverki sínu Þriðja Testamentinu og hann hefur lagt línurnar varðandi þau verkefni sem stofnunin hefur með höndum. Þetta þýðir í stuttu máli að stofnunin ber ábyrgð á því að varðveita, þíða og gefa út ritverk Martinusar og að auki að upplýsa og fræða út frá verkinu.

Það tilheyrir þessari ábyrgð halda vörð um innihald Þriðja Testamentisins. Stofnun Martinusar hefur höfundarréttinn til útgáfu á verkinu á öllum tungumálum, hvort sem það er í bókarformi, á vefnum eða á annan hátt. Á þennan hátt vildi Martinus tryggja að það væri til ein stofnun (Institut) í heiminum, sem tæki ábyrgð á útgáfu verksins á löggildan hátt, og sem gæti gefið upplýsingar og boðið uppá kennslu, sem byggir beint á þessu verki.

Stofnun Martinusar hefur frá árinu 1943 verið til húsa í þeim bæjarhluta Kaupmannahafnar sem heitir Frederiksberg, við Mariendalsvej 94-96.  Þar bjó Martinus og starfaði í tæp 40 þar til hann lést árið 1981.

Það er margskonar starfsemi í húsinu, sem tengist ritverki Martinusar. Helstu verkefnin eru eftirfarandi: