Stjernesymbol i menu


Fréttir
 

Kæru íslensku lesendur

07.03.2012

Það er ánægjulegt að kynna íslenska útgáfu af heimasíðu Stofnunar Martinusar (Martinus Institut). Það er ósk stofnunarinnar að síðan hafi notagildi fyrir þig og sé upplýsandi.

Markmiðið er að heimasíðan gefi fólki innblástur til að nema og rannsaka Heimsmynd Martinusar og láti viðeigandi upplýsingar í té fyrir þá sem nú þegar þekkja  skilgreiningarnar hans og fræði.
Ef litið er á innihald heimasíðunnar, sést að hún rúmar margskonar efni og virkni. Sem dæmi má nefna:

  • Kynning á Heimsmynd Martinusar
  • Kynning á manninum Martinusi og umfangsmiklu ritverki hans, m.a. því sem þegar hefur verið þýtt yfir á íslensku
  • Kynning á hinum alheimslegu táknmyndum hans með tilheyrandi stuttum skýringum
  • Ábendingar til nýrra áhugasamra
  • Upplýsingar um námskeið og fyrirlestra
  • Kynning á Stofnun Martinusar (Martinus Institut) og hinu alþjóðlega Námssetri Martinusar (Martinus Center) í Danmörku.

Leitarvél heimasíðunnar gefur lesendum möguleika á því að lesa beint í bókunum og leita í þeim á netinu (online). Nú sem stendur er leitarvélin virk á dönsku, sænsku og ensku, en hún mun seinna koma til með að virka á íslenskar bækur.

Að lokum skal þess getið að á net-bóksölunni shop.martinus.dk, er hægt að kaupa bækur Martinusar á frummálinu dönsku og á mörgum öðrum tungumálum.
Njóttu heimasíðunnar.

Með kærri kveðju
Stofnun Martinusar (Martinus Institut)