Stjernesymbol i menu


Námssetur Martinusar í Klint
 
Námssetrið… verður þannig hinn fyrsti skóli á jörðinni þar sem námsefnið er vitsmunalegur kristindómur og alkærleiksrík heimsmenning.
(Martinus, áramótapistill 1979)
 
Martinus Center, Klint, Reception


Sjá hér nákvæmar upplýsingar (á ensku) um fyrirlestra, kennslu og aðra starfsemi á námssetrinu.

Námssetur Martinusar (Martinus Center) í Danmörku er alþjóðlegt námssetur fyrir áhugafólk um alheimsmynd Martínusar. Námssetrið er staðsett út við sjóinn í fallegu og friðsælu landslagi nálægt þorpinu Klint ca. 110 kílómetra norðvestur af Kaupmannahöfn. Næsti stærri bær í nágrenninu er Nykøbing Sjælland. Árið 1935 stofnsetti Martinus hér sumarsetur eða sumarbúðir, sem með árunum hefur þróast í nútíma námssetur með fyrirlestrarsal, kennslustofum, grænmetis- veitingahúsi, námsmannaíbúðum og tjaldstæði.

Námssetrið býður uppá öfluga kennslu og nám og er samtímis friðsæl vin fyrir andlega leitandi fólk. Hægt er að taka þátt í námskeiðum og hlusta á fyrirlestra og/eða dýpka þekkingu sína með því að sökkva sér sjálfur niður í þá heimsmynd, sem Martinus hefur lýst í ritverkum sínum. Auk þess er dýrmætt að fá innblástur frá þeirri björtu og jákvæðu stemmningu sem einkennir staðinn og ber þess merki að þátttakendurnir vilji styðja við þróunina í átt að nýrri og mannúðlegri heimsmenningu – í anda Martinusar.

 

Allir sem hafa áhuga á þessum fræðum og greiningum eru velkomnir á námssetrið. Engum þarf að finnast hann bundinn af öðru en sínum eigin skilningi og fólk sem sækir námsetrið til að dýpka skilning sinn á fræðunum, gerir það á eigin forsendum og án þess að því tengist aðild að félagsskap af nokkru tagi. Flestir gestir námsetursins koma frá Skandinavíu, en þangað kemur þó fólk alls staðar að úr heiminum, sérstaklega á alþjóðavikunum á sumrin.
Flestir gestirnir eiga það sameiginlegt að þeir nota fræðin til að dýpka skilning sinn á eðli lífsins, sínum eigin persónulega þroska og þróun heimsins.

Strandudsigt
 

Starfsemi námssetursins
Aðalstarfsemin felst í sumarnámskeiðunum sem haldin eru á tímabilinu frá því um lok júní og fram í miðjan ágúst. Tvær vikur á þessu tímabili (síðustu tvær vikurnar) eru alþjóðlegar vikur, þar sem boðið er uppá námskeið á mörgum tungumálum (sjá námsskrá)

Einnig eru haldnir fyrirlestrar, námskeið og vinnuvikur á öðrum tímum ársins. Á námssetrinu skapast góðir möguleikar á áhugahvetjandi umræðum, huggulegri samveru og mikilli lífsgleði í friðsælu og reyklausu umhverfi með fyrsta flokks grænmetisfæði. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að leigja einhverja af vistarverum námssetursins t.d. íbúð eða herbergi, til þess eins að eiga rólega helgi eða lengri tíma í þessari friðsælu og fallegu náttúru.