Stjernesymbol i menu


Um alheimsfræði Martinusar
 
Meðan til er blóm, fær endurminning æðri veralda ekki slokknað. .
(Livets Bog (Bók Lífsins) 1, grein 183)

 

 

Lestu kynningartexta um megin innihaldið í greiningum Martinusar.

Lestu greinar skrifaðar af Martinus

Danski rithöfundurinn Martinus (1890-1981) hefur í ritverkum sínum lýst heildrænni heimsmynd sem byggir á andlegum vísindum, og rúmar rökrétt grundvallaða heildarútskýringu á tilverunni. Bakgrunnur hans fyrir þetta var háþróaður innsæishæfileiki, sem gerði honum kleift að líta yfir og skilgreina hinn andlega heim, sem liggur að baki hins þekkta efnislega heims. Takmarkið með starfi hans var að skapa andleg vísindi, sem geta gefið sannleiksleitanda okkar tíma og rökrétt hugsandi manneskjum dýpra innblik í eðli lífsins og þróunina í heiminum. Í skilgreiningum sínum kynnir Martinus þó nokkuð meira jákvæðari og víðtækari lífssýn en þá, sem við venjulega þekkjum. Samtímis eru þær verðmætur stuðningur fyrir þróun hagnýts siðferðis og framkomu.

Bækur Martinusar standa öllum opnar sem áhuga hafa, án þess að í því felist tenging við félagsskap af nokkru tagi - öllum er frjálst að læra af bókunum og njóta þeirrar gleði og innblásturs sem þær geta gefið. Alheimsfræði Martinusar er ekki trúarstefna, en byggir á rökréttum skilningi á lífinu og trúarlegri vídd þess. Samkvæmt Martinusi er sá tími kominn, að við erum móttækileg fyrir það sem hann nefnir kærleiksvísindi eða vitsmunalegan kristindóm, og þar af leiðandi hefur hann gefið heildarverki sínu yfirtitilinn Þriðja Testamentið.

Hér getur þú lesið meira um Alheimsfræði Martinusar (Martinus Kosmologi) við að velja í yfirlitinu til vinstri, - þar á meðal kynningartexti og greinar skrifaðar af Martinusi.

Solen skinner i standkantens sten