Stjernesymbol i menu


Hver er Martinus?
 
Martinus 90 ára (© Mischa H. Lim)
Martinus

 

 

”Hluti hússins var með stráþaki og á annarri hliðinni náði þakið niður að jörð. Á veturna, þegar snjóaði, og pabbi okkar var ekki heima, skemmtu fósturbræður mínir sér við að renna sér alveg ofan frá strompinum og niður þakið”
(Úr bókinni Martinus' erindringer (Minningar Martinusar))

Martinus var uppi á árunum 1890-1981 í Danmörku. Hann er þekktur fyrir umfangsmikið ritverk sitt byggt á andlegum vísindum sem  fengið hefur  yfirheitið Þriðja Testamentið.

Lífshlaup hans er saga um hinn fátæka og ómenntaða landsbyggðardreng sem enginn vissi af fyrr en hann þrítugur að aldri upplifði djúpstæða breytingu á dagsmeðvitund sinni sem  gerði honum  kleift að útskýra samhengi alheimsins í einni heildstæðri heimsmynd sem byggir á andlegum vísindum. Eftir þessa upplifun vann hann í sextíu ár að því að útskýra og miðla þessari heimsmynd sinni sem einnig hefur verið kölluð  "Alheimsfræði Martinusar” og/eða "Andleg vísindi Martinusar”.

Æskuheimili Martinusar
Martinus barndomshjem

Óskylgetið barn – fátækt og takmörkuð skólaganga
Martinus fæddist þann 11. ágúst 1890 í Útjaðri bæjarins Sindal á Norður-Jótlandi. Æskuheimili hans “Moskilvad” sem  í dag er opið almenningi – er vitnisburður um  þá  fátækt sem hann bjó við í bernsku sinni. Móðir hans var ógift og  vann sem ráðskona.

Móðir Martinusar, ca. árið 1893
Martinus' mor

Hún hafði ekki möguleika á  að ala upp soninn og því var honum komið fyrir í fóstur hjá móðurbróður sínum og frænku þar sem hann svo ólst upp á bænum “Moskilvad” við fábrotin kjör.

Kennslan í sveitaskóla staðarins takmarkaðist við  sálmavers, grísku, landafræði, reikning og stöku sinnum smávegis sögu og náttúrufræði – alls sex tímar á viku yfir sumartímann  og þrjátíu tímar á viku yfir veturinn.

Þar sem Martinus var óskilgetinn var hann sjálfkrafa dæmdur til eilífrar glötunar af  heittrúar prestinum í sókninni. Sjálfur lagði hann enga trú á slíkt.

 
Fósturmóðir Martinusar fyrir utan æskuheimilið, ca. árið 1900
Martinus 11 ára
Martinus 11 år

Martinus hafði þegar á þeim tíma byrjað að mynda náin persónuleg tengsl  við hinn andlega heim/Guð. Hann segir frá því að ef hann t. d. varð vitni af því að fluga var við það að drukkna í mjólkurkönnu brást hann fljótur við og bjargaði henni, enda fannst honum að hann gæti annars ekki vænst þess að Guð myndi bjarga honum ef hann þyrfti einhvern tímann á því að halda.

Uppvaxtarár og verkleg vinna
Eftir fermingu komst Martinus í læri hjá smið. Hann varð þó að hætta því vegna þess hversu fíngerður hann var fyrir slíka erfiðisvinnu og fékk þess í stað vinnu við sveitastörf. Árið 1910 útskrifaðist hann sem mjólkurfræðingur og starfaði  sem slíkur á hinum ýmsu  mjólkurbúum í Danmörku áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1917. Þar vann hann um tíma  sem vaktmaður og póstburðarmaður, en réð sig síðan sem skrifstofumaður   á mjólkurbúinu Enigheden árið 1920.

 
Martinus íklæddur einkennisbúningi varðmanns. ca. 1918

  

”Grundvöllur lesandans verður því ekki þær andlegu skynjanir, sem ég hef hlotið, einar sér, heldur afleiðingarnar, sem þær hafa skapað, því að þær getur hver maður meira eða minna athugað, sem til þess er hæfur siðferðislega, og er óhlutdrægur og frjáls. Þessar afleiðingar eru starfsemi mín í heild.”
(Upphaf köllunar minnar, smábók 4, kafli 20.)
Martinus skrifar Livets Bog (Bók Lífsins), Stofnun Martinusar (Martinus Institut) ca. 1955.

  

 

 

“Þær gáfur, sem ég hef náð að þróa, er aðeins það, sem allar manneskur sem á undan mér komu hafa náð, og það sem allir þeir sem á eftir mér koma munu ná, algjörlega án undantekninga”.
(Den Intellektualiserede Kristendom (Vitsmunavæddur Kristindómur), stk. 5)

 

 

 

Ca. 1977 (© Mischa H. Lim)

En Martinus þráði að gera meira með líf sitt en bara að sitja á skrifstofu og skrifa tölur alla daga. Á tímabil heillaðist hann af hugmyndinni um að gerast trúboði, en gaf það frá sér meðal annars vegna þess að hann gat ekki samsamað sig þeirra tíma túlkun á ýmsum kristilegum gildum. Það átti síðar eftir að koma í ljós að Martinus fékk algjörlega sína eigin köllun í lífinu.

Alheimsvitund við 30 ára aldur
Í marsmánuði árið 1921 upplifði Martinus afgerandi breytingu á lífi sínu þegar hann varð fyrir sterkri andlegri reynslu sem leiddi til djúpstæðrar útvíkkunnar á vitund hans. Hann hefur m.a. lýst þessari óvæntu andlegu reynslu sinni á afar fallegan hátt í bókinni Omkring min missions fødsel (Upphaf köllunar minnar).

Martinus 30 ára

Í upphafi Bókar Lífsins 1 skrifar hann á þessa leið:
”Eldskírnin, sem mér hafði hlotnast, og sem ég get ekki lýst nánar hér, hafði því látið eftir sig þá staðreynd, að í mér höfðu losnað úr læðingi alveg nýir skynjunarhæfileikar. Hæfileikar, sem gerðu mér kleift – ekki skamma stund í senn, heldur þvert á móti í stöðugri vökuvitund – að skynja þau andlegu öfl, sem allt hvílir á, hinar ósýnilegu orsakir, hin eilífu grundvallarlögmál alheimsins og frumöfl að baki efnisheiminum. Tilveran var mér því ekki lengur óráðin gáta. Ég hafði skynjað líf alheimsins og hlotið vígslu í hinu guðdómlega sköpunarlögmáli”. (Livets Bog (Bók Lífsins) 1, grein 21)

Þetta nýja vitundarástand sem Martinus öðlaðist þrítugur að aldri kallar hann ”alheimsvitund” (kosmisk bevisthed). Forsenda alheimsvitundar er háþróaður innsæishæfileiki sem allir munu upplifa fyrr eða síðar.

Vinnan við heimsmyndina

Eftir að Martinus hafði öðlast alheimsvitund, þurfti hann að venjast því að nota hana. Hann komst fljótt að því, að það var nauðsynlegt fyrir hann að verða jurtaæta. Honum varð líka ljóst, að það dugði ekki, að vinna við andlegu vísindagreiningarnar einungis í frístundum. Þetta leiddi til þess að næstu árin varð hann að vera mjög nægjusamur, og lifa á stuðningi frá góðhjörtuðu fólki, sem skildi nauðsyn þess að hann helgaði sig köllun sinni. Fyrsta bindi af aðalritverkinu Bók Lífsins var tilbúið til útgáfu árið 1932, og næstu tæplega 50 árin hélt hann áfram sínu umfangsmikla rithöfundarstarfi, sem átti eftir að telja mörg þúsund blaðsíður af texta, táknmyndateikningar, og fjöldann allan af fyrirlestrum.

Mikilvægur liður í köllun Martinusar gengur út á að skýra þróun kristindómsins og annarra trúarbragða í átt til framtíðar þannig að þau muni koma til móts við vitundarstig hinnar vitsmunalega þróuðu nútímamanneskju. Þess vegna kallar hann verk sín vitsmunavæddan kristindóm (intellektualiseret kristendom) og hefur gefið þeim yfirtitilinn Þriðja Testamentið. Þannig sameinar hann vísindahyggju og trúarbrögð, sem annars eru mjög aðgreind, í ný andleg vísindi, sem hann sér fyrir að verði grundvöllurinn að framtíðarþróun mannkynsins.

Mikilfenglegur persónuleiki án persónudýrkunar

Martinus í íbúð sinni á Stofnun Martinusar (Martinus Institut), ca. 1978

Martinusi þótti mjög mikilvægt að ekki myndaðist neins konar sértrúarflokkur eða félagssamtök í kringum ævistarf hans, og frábað sér allri persónudýrkun. Það tilheyrði ekki köllun hans að vera leiðtogi í guðsdýrkunarsöfnuði eða trúarsamfélagi. Meginmarkmiðið í lífi hans var að skrifa niður og miðla alheimsvisku sinni. Í litlu Danmörku, landi efnishyggjunnar á þeim tíma, gat hann óáreittur unnið þessa vinnu. Þetta þýddi þó ekki, að hann lifði í einangrun. Hann var alltaf mjög vingjarnlegur þegar fólk snéri sér til hans, og gaf sér tíma til að svara spurningum. Þegar á allt er litið var hann mjög glaðvær og vingjarnlegur maður, sem hafði ánægju af að vera með góðum vinum. Þar sem hann hafði þróast í tvípóla manneskju lifði hann ekki í sambandi og eignaðist ekki fjölskyldu. Tíðum spurningum varðandi þetta svaraði hann gjarnan glaðlega á þá leið að hann væri jú giftur öllu mannkyninu.

Martinus bjó í litlu íbúðinni sinni á annarri hæð í Stofnun Martinusar (Martinus Institut) til síns dauðadags árið 1981. En orð (”sag”) hans lifir áfram – og nýtur sívaxandi áhuga meðal andlega leitandi fólks víða um lönd.

Heimilismynd frá íbúð Martinusar, sem í dag er varðveitt sem minjasafn.