Stjernesymbol i menu


Tilvitnanir
 
Hin eina algjörlega trygga vernd gegn slæmum örlögum fyrir lifandi veru er nákvæmlega afleiðing af þeirri vernd sem veran sjálf gefur öllum öðrum lifandi verum.
(Livets Bog (Bók Lífsins) 7, grein 2447)

Dæmigerðar tilvitnanir úr verkum Martinusar

  

  • Þegar vanþekkingin víkur, þar hættir hið svonefnda ”illa” að vera til. (Livets Bog (Bók Lífsins), grein 19)

  • List er hæfileikinn til að birta ”háþróaða vitsmuni” í efninu.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 4, grein 1150)

  • Fullkominn skilningur á æðstu greiningum lífsins og þar með upplifunin af hinum æðsta sannleika getur ekki fengist eingöngu með lestri greininganna. Hann fæst einungis með því að lifa samkvæmt þeim. 
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 4, grein 1062)

  • Kærleikur, sem ekki er vísindi, er ekki kærleikur, á sama hátt eru vísindi, sem ekki eru kærleikur ekki nein fullkominn vísindi.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 7, grein 2552)

  • Hinn jarðneski maður er ekki lengur hreinræktað dýr, en hann er ekki heldur fullkominn maður. Hann er særður flóttamaður á milli tveggja ríkja. (Livets Bog (Bók Lífsins) 1, grein 82)
 

 

 

 

 

Hið æðsta heiðursmerki sem við getum fengið er vingjarnleiki okkar í garð náungans
(Martinus á ráðsfundi þann 22.01, 1974)
  • Hin fullkomna andlega næring fyrir manneskjur eru allar óeigingjarnar hugsanir. (...)Flestir innri líffræðilegir og þrálátir sjúkdómar eiga rót sína í röngum og þar með eitruðum hugsanahætti.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 6, grein 2026)

  • Á sama hátt og kylfan, boginn og sverðið voru beinskeyttustu vopnin á fyrri menningarskeiðum mannkynsins, hafa ”bankabókin” eða yfirráð hins ” falska viðskiptalögmáls” síðar orðið útsmognasta morðvopnið í nútíma menningu.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 4, grein 1325)

  • Vitsmunir geta þróast við reynslu og kennslu en mannúðin getur ekki þróast við kennslu. Hún getur einungis þróast við reynslu af þjáningum.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 7, grein 2408)

  • Þar sem vísindin mynda fyrstu byrjunarþekkingu á alheiminum og tilverunni, verða þau sem útlínur hins kosmíska eða andlega heims. Þau eru árroði kosmískar vitundar (alheimsvitundarinnar). Þau eru ferskt sjávarloft í nálægð hafsins. Nútíma vísindi munu því í raun verða óhrekjanleg sönnun fyrir andlegri þróun jarðneskra manna.
    (Livets Bog (Bók Lífsins) 1, grein 180)

  • Á meðan til er blóm, mun endurminningin um æðri veröld ekki þurrkast út. (Livets Bog (Bók Lífsins) 1, grein 183)
 
  • Krossfestingin á Golgata var þannig enginn smá viðburður. Hún var ekkert minna en kosmískur heimsviðburður. Í gegnum heimslausnarann á krossinum, sneri Guð með alkærleika sínum og frumvitund, milljónagömlum menningargrunni frá ”árásarlögmálinu” og ”varnarlögmálinu” til ”fyrirgefningalögmálsins”. 
    (Den Intellektualiserede Kristendom) (Vitsmunavæddur Kristindómur), grein 28)

  • Píslarvætti og gleði eiga jafn erfitt með að blandast eins og olía og vatn (Ónáttúruleg þreyta, kafli 9, smábók nr. 16c og í Kosmísk Fræðsluerindi)

  • Það er áberandi þróunarlegur munur á líffræði hinnar jarðnesku manneskju og rándýrsins, sem gerir það að verkum að fæða úr jurtaríkinu er manninum náttúruleg á meðan kjöt er hin náttúrulega fæða fyrir rándýr og aðrar kjötætur.
    (Heimsmyndin eilífa 4, grein 38.17)