Stjernesymbol i menu


Ný heimsmynd
 

12 atriði er varða þróun mannkynsins

Í fyrsta bindi af aðalritverki sínu Livets Bog (Bók Lífsins) - fjórða kafla, lýsir Martinus alþjóðlegu heimsríki sem er í mótun. Hann setur þar fram 12 atriði sem þróunarorka hins jarðneska manns mun beinast að við sköpun þessa framtíðar heimsríkis.

 1. Sigur óeigingirninnar yfir eigingirninni í hvaða mynd sem er. (Sigur hinna sameiginlegu hagsmuna yfir sérhagsmunum).

 2. Myndun alþjóðlegrar, lýðræðislegrar heimsstórnar.

 3. Afvopnun allra landa. Stofnun alþjóðlegrar, hlutlausar heimslögreglu.

 4. Þróun alþjóðlegra, æðstu laga og réttarfars, er starfi fyrir opnum tjöldum – ekki leynilega – undir stjórn fremstu vísindamanna jafnt á andlegum sem efnislegum sviðum, sem hafi reynslu og hæfileika til að þekkja muninn á ”óeðli” og ”afbrotum”, þekki gang þróunarinnar og eilíf lögmál tilverunnar og geti þar með tryggt öllu og öllum fullt réttlæti.

 5. Afnám einka eignarréttar á verðmætum og að heimsríkið fái eignarréttinn.

 6. Afnám peninga.  Vinnukvittanir einstaklinga fyrir persónulegt starf verði eini gjaldmiðillinn.

 7. Stofnun sameiginlegs barna-, elli og sjúkrasjóðs fyrir allt heimsríkið á grundvelli frádráttar af vinnukvittunum.

 8. Notkun tækninnar til að draga úr líkamlegri vinnu og skapa aukinn tíma og tækifæri til náms og andlegra rannsókna.

 9. Afnám ofbeldisstefnu og blóðsúthellinga.

 10. Afnám pyntinga, barsmíða og dauðarefsinga. Í staðinn komi önnur úrræði s.s. faglegar/kunnáttusamlegar gæsluvistir og uppeldisheimili.

 11. Þróun næringar úr jurtaríkinu, heilbrigði og líkamsræktar og heilnæmra og bjartra húsakynna.

 12. Þróun andlegs frelsis, umburðarlyndis, mannúðar og kærleika til allra lifandi vera, til manna og dýra, til jurta og málmsteina.

(Livets Bog (Bók Lífsins) 1, 4.kafli. Grein 118)