Stjernesymbol i menu


Vísbendingar til nýrra áhugasamra
 
Taktu það sem þú getur nýtt þér, og láttu restina eiga sig (Martinus).

Langar þig að vita meira um Alheimsfræði Martinusar (Martinus Kosmologi)?
Ef svo er þá átt þú von á góðu. Þessi áhugi getur auðveldlega orðið að örvandi og ævilöngu áhugamáli, sem getur verið áskorun fyrir skilning manns á tilverunni og umheiminum. Jafnframt skapa kynnin við greiningar Martinusar grunninn að bjartsýnni lífsskoðun og gefa innblástur til að þróa sitt persónulega siðgæði og breytni.

Það er mikilvægt að hafa í huga, að fræði Martinusar standa öllum opin sem áhuga hafa, án þess að í því felist tenging við félagsskap af nokkru tagi. Hann notaði oft sjálfur orðatiltækið: ” Taktu það sem þú getur nýtt þér, og láttu restina eiga sig”.

Sjálfsnám í fræðum Martinusar
Þú getur byrjað á að skoða lista yfir öll ritverk Martinusar.

 


 

 

 

Fullan skilning á æðstu greiningum lífsins og þar með upplifun á æðsta sannleik fær maður ekki einungis við að lesa greiningarnar. Hann fæst aðeins við að sína það í verki.
(Livets Bog (Bók Lífsins) 4, grein 1062)

Ef þú vilt byrja á tiltölulega auðveldri og aðgengilegri kynningu á efninu, getur þú valið að lesa eina af smábókunum eða einhverja grein. Þar sem aðeins hluti af verkinu er þýddur yfir á önnur tungumál getur þú íhugað, hvort þú viljir lesa ákveðnar bækur eða greinar á ensku eða á öðrum tungumálum.
Þú getur smellt á það tungumál sem þú óskar neðst á aðalyfirlitinu (hovedmenuen).

Margir velja einfaldlega að byrja á 1. bindi af Livets Bog (Bók Lífsins), sem í sjálfu sér er inngangur að aðalritverki Martinusar. Fyrsti hluti bókarinnar ber yfirskriftina Formáli, og í honum lýsir Martinus í stuttu máli, tilgangi og sérkennum ritverksins og köllunar sinnar.

Nokkrar bækur er hægt að lesa beint hérna á heimasíðunni.

Ef þú ert myndrænn í hugsun, þá er rannsókn á táknmyndum Martinusar mjög góð aðferð til að fá innsýn í heimsmynd hans. Táknmyndirnar eru í bókunum Heimsmyndin Elífa 1 – 4 (1 og 2 er til á íslensku), en þær innihalda 44 táknmyndir með tilheyrandi skýringum. Sjá táknmyndirnar hérna á heimasíðunni.

Ritverk Martinusar er umfangsmikið námsefni. Hann sagði sjálfur, að greiningarnar væru ekkert léttmeti til afþreyingar á kvöldstundum heldur ”vinnujarðvegur” sem krefðist einbeitingarhæfileika og opins huga. Með þetta í huga, er sjálfsnám árangursrík aðferð, sem margir hafa notað til að tileinka sér helstu vitneskju um heimsmynd Martinusar.

 

Fyrirlestrar og námskeið
Í Danmörku er námssetrið Martinus Center í Klint med tvær alþjóðlegar vikur í lok júlí og byrjun ágúst. Þar getur þú tekið þátt í ensku- eða þýskumælandi námshópum, hlýtt á fyrirlestra og táknmyndaskýringar á t.d. ensku eða þýsku og hitt fjöldann allan af áhugafólki um fræði Martinusar frá ýmsum löndum. Kíktu á enska eða þýska prógrammið fyrir Martinus Center

Spurningar og umræður á netinu.
Á Netinu eru nokkrar spjallsíður sem gefa bæði byrjendum og lengra komnum tækifæri til að spyrja spurninga. Þar gefst einnig færi á að taka þátt í spennandi og áhugaverðum umræðum sem varða skilninginn á greiningum Martinusar.

Samband við Martinus Institut
Sjá hér hvernig þú færð samband við okkur.