Stjernesymbol i menu


Íslenskar bækur
 

 

 

Bækurnar er hægt að kaupa í gegnum martinus.is  - heimasíða um andleg vísindi.

Heimsmyndin eilífa

Heimsmyndin eilífa samanstendur af 4 bindum, sem innihalda 44 táknmyndir með nákvæmum skýringum Martinusar. Táknmyndirnar birta ósýnileg andleg lögmál og fyrirbrigði, sem þannig verða aðgengileg fyrir okkar efnislegu skynfæri í táknmyndamáli. Myndirnar eru í formi forma, lita og strika og mynda eins konar ”landakort” yfir kjarnann í alheimsgreiningunum sem Martinus hefur skrifað um í smáatriðum í verkum sínum. Nemandinn fær þannig sjónrænt yfirlit yfir frumatriðin í heimsmynd Martinusar og með því að nota þetta með táknmyndaskýringunum fær lesandinn nákvæma heildarskýringu á lífinu og tilverunni.

Heimsmyndin Eilífa 1
- inniheldur táknmyndir 1-16 með skýringum

Andi Guðs yfir vötnunum - Lögmál heimslausnarinnar – Umburðarleysi – Leiðin til ljóssins – Kosmískt vitundarleysi- Hin lifandi vera – Lífseiningarlögmálið – Hið guðdómlega eitthvað, X1. Sköpunarhæfni lífverunnar, X2. Hið skapaða, X3 - Heimsmyndin eilífa – Afstaða frumaflanna – Heimsskipanin eilífa – Alheims spíralhringrásirnar 1 – lögmál hreyfingar – Eilífðarlíkaminn.
174 síður.

Heimsmyndin Eilífa 2
- inniheldur táknmyndirnar 17 – 26 með skýringum

Endurholdgun, hringrásir og árstíðir – Örlagabrautir lífverunnar – Gegnum myrkur vígslunnar (Víti eða ragnarök) – Fyrirgefning syndanna – Hið eilífa, kosmíska lífræna samband milli Guðs og guðssonar 1 - Hið eilífa, kosmíska lífræna samband milli Guðs og guðssonar 2 – Hin efnislega eða ófullgerða heimsmynd – Hinn fullkomni maður í Guðs mynd og líkingu – Hið ófullgerða mannríki – Örlög mankynsins – Hið fullkomna mannríki, sem koma skal. 146 síður.

Táknmyndaspjöld
Táknmyndirnar eru líka til sem myndaspjöld til notkunar i leshringjum m.a. táknmyndirnar með tilheyrandi skýringum sjást hér. Táknmyndirnar eru til í þessum stærðum:

• Litlar táknmyndir í bókarsærð (18 x 25,8 cm)
• Meðalstórar táknmyndir í A3- stærð (29,7 x 42 cm)
• Stórar táknmyndir (ca. 50 x 65 cm)
• Táknmyndir á glærum (A4 – stærð)

 

Smábækur

Á íslensku eru útkomnar fjórar litlar bækur eftir Martinus. Þær fjalla um afmörkuð svið innan heimsmyndarinnar, og sumar þeirra eru ritaðar sem greinar. Umfjöllunarefni þeirra er lýst á einfaldan og auðskilinn hátt, og margar af bókunum henta vel sem kynningartextar.

Nr. 2 Páskar
Fyrir um það bil 2000 árum síðan fékk menning okkar mannúðlegan innblástur frá Jesú – leiðbeiningar um það hvernig réttast er að mæta örlögum sínum. Hér gefur Martinus áhrifamikla lýsingu á, því sem í raun og veru átti sér stað við krossfestingu og upprisu Jesú.
70 sídur.

Nr. 4 Upphaf köllunar minnar
Hér kynnir Martinus sjálfan sig og gerir grein fyrir þeim aðstæðum, sem leiddu til hinna afgerandi andlegu upplifana eða þeirrar alheimsvígslu, sem breytti lífi hans algjörlega. Upp frá þeirri stundu hafði Martinus innsæishæfileikann algjörlega undir dagsmeðvitraðri stjórn. Það gerði honum kleift að lýsa heimsmyndinni eilífu, en allar greiningar á henni sýna á ótvíræðan hátt að öllum æðstu stærðfræðilegu niðurstöðum lífsins er hægt að koma fyrir í þessari einu setningu: ”Allt er harla gott”. 77 síður.

Kosmísk fræðsluerindi 1
Efnisyfirlit:
• Gegnum tóm himinsgeimsins
• Musteri sálarinnar
• Vitundin og hamingjan
• Örlaga leikur lífsins
• Sjálfið og eigin heimur þess
• Auðmýkt
• Andleg leiftur
• Óeðlileg þreyta
• Heiðni og kristindómur
• ”Heilagur andi”
• Fyrirgefning syndanna
• Orðið
• Hvað er fjandskapur
• Í skugga hjátrúarinnar
• Hugræn stefnubreyting
• Baráttan gegn illum örlögum
• Efnisleg og andleg reynsla
• Möndulskekkja lífsins
• Vitund föður og sonar
• Ljós í myrkri
144 síður.

Kosmísk fræðsluerindi 2
Efnisyfirlit:
• Skynjun tíma og rúms og lausn lífsgátunnar
• Hvað er dauðinn?
• Hvernig öðlumst við kraft til fyrirgefningar?
• Gegnum hreinsunareldinn
• Kærleiksþrá mannkynsins
• Sjónarmiðið horfna
• Endurfæðingarlögmálið eða umbreytingar lífkerfanna
• Taugaveiklun og trúarbrögð
• Deyjandi menningarstraumar
• Hjónabandið
• Gegnum hlið dauðans. Svefn og dauði I-III
• Gefið keisaranum, hvað keisarans er og Guði hvað Guðs er
• Vetrarbrautir alheimsins
• Fasti grundvöllurinn og hreyfingin
• Hugprýði
• Pílatus, Kristur og Barrabas
• Grundvöllurinn eilífi
• Jarðvegurinn og góða sæðið
• Tíminn, andleg vídd
• Getsemane
159 síður.