Stjernesymbol i menu


Verndun ritverksins
 

 

 

 

Ég er ekki þeirrar skoðunar að Bók Lífsins skuli einokast, en við lifum i heimi, þar sem manneskjurnar eru ekki fullþroska, og þess vegna erum við neydd til að vernda okkar hluti.
(Martinus á ráðsfundi, 1974)

  

Táknmynd 16 Eilífðarlíkaminn

Verndun af Alheimsþekkingu
Þriðja Testamentið er andlegt vísindarit, sem Martinus hefur skapað í krafti sinnar eigin alheimsvitundar. Þess vegna var það mikilvægt fyrir hann að þessi alheims þekking yrði vernduð. Hann lét höfundarréttinn gilda fyrir allt rithöfundarstarf sitt, og setti ákveðnar meginreglur til að tryggja að innihald textanna og útfærsla táknmyndanna myndi ekki breytast eða afbakast þegar verk hans færi í dreifingu um heiminn. Áður en hann dó flutti hann alla ábyrgð og öll réttindi yfir á Stofnun Martinusar (Martinus Institut), sem hann hafði sjálfur stofnað.

Höfundarrétturinn tryggir, að einungis stofnun Martinusar, hefur ábyrgðina og útgáfuréttinn á verkum Martinusar, hvort sem það er á bókarformi, á vefnum eða á annan máta. Á þann hátt er tryggt að þeir sem hafa áhuga fræðunum fái ”ósvikna vöru” Martinusar.

Við gefum verkin út hjá eigin útgáfufyrirtæki og gerum samninga við önnur útgáfufyrirtæki um útgáfur í mörgum löndum. Við  veitum  jafnframt aðgang að bókum og táknmyndum hér á heimasíðunni. Þannig getur áhugafólk á auðveldan hátt byrjað að kynna  sér alheimsgreiningarnar.

Öllum frjálst að dreifa þekkingunni
Allir sem hafa áhuga á greiningum Martinusar geta lagt sitt af mörkum til að dreifa upplýsingum um Þriðja Testamentið.  Það er hægt að gera það á margan hátt. Til dæmis er öllum frjálst að nota tilvitnanir í texta Martinusar við gerð greina, ritgerða, bóka, heimasíðna o.fl., þegar þess er gætt að vísa til upprunalegu heimildarinnar. Einnig er frjálst að gefa út upplýsingabæklinga með nokkrum táknmyndum og tilheyrandi táknmyndaskýringum. Hægt er að útbúa krækju á www.martinus.dk og gefa fólki þannig beinan aðgang að viðurkenndum útgáfum af textum (sjá leiðbeiningar) og táknmyndum (sjá leiðbeiningar).  Maður verður bara að sjá til þess að upplýsa um höfundarréttinn (© Martinus Institut 1981), þannig að lesendur og notendur geti alltaf séð að hér er um að ræða texta og táknmyndir sem verndaðir eru af höfundarrétti.

Hvaða takmarkanir eru til staðar?
Til þess að vernda ritverk Martinusar er nauðsynlegt að almennar reglur um höfundarrétt séu virtar. Þess vegna er ekki leyfilegt fyrir aðra en Stofnun Martinusar (Martinus Institut) að gefa út bækur Martinusar, setja þær  á heimasíður, dreifa þeim á geisladiskum (CD) og myndböndum (DVD) eða dreifa þeim á annan hátt. Það er heldur ekki leyfilegt fyrir aðra að birta  stóra úrdrætti úr bókunum eða stór söfn  táknmynda og þess háttar. Ef þú óskar að birta greinar og texta í stórum stíl, þá krefst það samþykkis Stofnunninnar (Institutsins). Hafðu þess vegna samband við okkur, ef þú hefur áætlanir um stóra upplýsingastarfsemi.Við veitum gjarna aðstoð með að skýra vafaatriði í sambandi við upplýsingastarfsemi og höfundarrétt. Það er mikilvægt, að það sé góð samvinna um verndun ritverks Martinusar. Hægt er að líta  nánar á leiðbeiningar um höfundarrétt (copyright guidelines) hér á ensku heimasíðunni okkar.